Nútímaleg blómaskreyting með hvítum liljum, rósum og brúðarslöri á bakka með oasis.

Þessi blómaskreyting er glæsileg gjöf fyrir alla sem elska blóm sem endast lengi. Fullkomið fyrir afmæli, feðradaginn, útskrift, gæsapartí, nýfætt barn eða samúðargjöf.
SKU: SAM-SKR-24
*
*
14.990 kr.

Fersku afskornu blómin okkar geta fært heimilinu þínu birtu og hlýju.

Hér eru nokkur ráð til að aðstoða þig við að halda þeim ferskum og fallegum lengur.

 

  1.       Áður en að blómin eru sett í vasa er mikilvægt að þrífa vasann vel með heitu vatni og sápu, skola svo  vasann vel. Það kemur í veg fyrir örverumyndun sem heldur þá vatninu hreinu.
  2.       Fjarlægið öll laufblöð sem annars myndu fara ofan í vatnið. Ef að laufblöðin rotna í vatninu skapar það hættu á bakteríu myndun sem kemur í veg fyrir að blómið nái að drekka upp vatn með endunum.
  3.       Ef það fylgdi næring með blómunum notið þá bara smá af henna, aldrei hella öllum pakkanum í einu fyrir lítinn blómvönd. Einnig er hægt að útbúa heimagerða næringu með því að setja 1-3 dropa af klór út í vatnið.
  4.       Sum blóm hvorki þurfa né vilja næringu þannig ef að ekki fylgdi með næring þá megið þið ekki nota afgangs næringu sem til er heima því það gæti mögulega skaðað blómin.
  5.       Til að lengja líf blómanna er ráðlagt að skera 2-3cm neðan af stilkunum á 2-3 daga fresti með 45 gráðu halla skurði með beittum hníf og skipta um vatn. Með því að gera þennan skáskurð aukum við flötinn sem blómið hefur til vatnsinntöku. Reynið að komast hjá því að kremja stilkinn þegar hann er skorinn. Fyrir þykkari stilka er gott að nota garðklippur. Gott er að þrífa vasann aftur með heitu vatni og sápu eða klór til að fjarlægja mögulega örverumyndun.
  6.       Afskorin blóm endast lengur við svalara hitastig. Látið þau ekki standa í beinu sólarljósi eða á mjög heitu svæði eins og upp við ofna en við viljum heldur ekki velja stað sem er mikill kuldi eins og t.d upp við glugga eða hurð yfir vetrartímann.
  7.       Forðist að geyma blómin nálægt ávöxtum þar sem þeir gefa frá sér ethylene gas sem flýtir fyrir öldrun blómanna.

 

Njótið blómanna ykkar

Í Húsi Blóma